top of page
pexels-pixabay-358636.jpg

Höldum húsum heilum
með reglulegri skoðun.

Við leggjum okkur mikið fram við að veita framúrskarandi þjónustu á ástandsskoðunum fasteigna. Við vinnum alltaf að því að geta mætt þínum þörfum svo þú getir verið örugg/ur með þína eign.

Top
Um Okkur

UM OKKUR

Við erum tengdafeðgar með tæpa 70 ára starfsreynslu í byggingariðnaði á milli okkar, sem spannar yfir um 45 ára starfstímabil. Annar okkar er Húsasmíðameistari og byggingastjóri, hinn er Pípulagnarmaður. Auk þess höfum við báðir lokið námskeiðum í Raki og mygla í húsum ásamt framhaldsnámskeiði.

Saman höfum við því víðtæka reynslu á öllu því sem við kemur að ástandi og viðhaldi húsnæða og mannvirkja. Við höfum ávallt unnið okkar störf með fagmennsku í fyrirrúmi og er umhugað að hver íbúi viti nákvæmt ástand sinnar eignar.

Eftir mikla reynslu í iðnaði þá áttum við okkur á því að lélegt ástand fasteignar getur haft í för með sér alvarlegt heilsufars- og umhverfisleg áhrif og viljum við þá tryggja öryggi og heilsu manna eftir bestu getu.

Með okkar þjónustu fæst ítarlega unnin skýrsla, ef þess er óskað, með auðskiljanlegri útlistun á ástandi með myndum og skýringarþáttum um galla og mögulega viðhaldsþörf.

Þjónustan

ÞJÓNUSTULEIÐIR

Ástandsskoðun

Fyrir kaupendur/seljendur, eigendur eða leigjendur fasteigna sem vilja láta yfirfara eignina til að athuga með eiginlegt ástand hennar.

Þjónustuskoðun

Fyrir húsfélög, fyrirtæki og einstaklinga sem vilja staka eða reglulega yfirferð á eigninni til að átta sig á mögulegri viðhaldsþörf.

Snöggskoðun

Fyrir kaupendur/seljendur eigendur eða leigendur fasteigna með nauman tíma og vilja láta athuga ástand eignarinnar með skjótum hætti.

Leiguskoðun

Fyrir leigusala eða leigutaka sem vilja fá óháða aðila til að yfirfara leigurými áður en leigutími hefst.  Teknar eru myndir sem báðir aðilar geta nálgast.

Verðlisti

VERÐLISTI

Öll verð eru með vsk inniföldum og miðast við fermetrafjölda við skráningu í Þjóðskrá.

FÓLKIÐ

adalsteinn.png
Aðalsteinn Stefánsson

Húsasmíðameistari og Byggingastjóri

S: 891 7350

runar.png
Rúnar S. Ólafsson

Pípulagningarmaður

S: 690 6906

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

Ég var mjög ánægður með þjónustuna og hún var í samræmi við okkar væntingar og óskir 

​Snorri Sindrason

Snöggskoðun

Ég var virkilega ánægð með það hversu nákvæm skýrslan var og vel útlistuð. Ég gat brugðist við með viðeigandi hætti og komið í veg fyrir stórar viðgerðir síðar meir.

Guðrún Lilja

Ástandsskoðun

 Í fyrsta lagi voru þið svo yndislegir í framkomu að það hálfa væri nóg. Svo rólegir og yfirvegaðir að fagmennskan kom mér í raun í opna skjöldu. Þið tókuð þessu svo alvarlega en voruð svo léttir og bara skemmtilegir á sama tíma. Skýrslan sem ég fékk frá ykkur er í raun meistaraverk út af fyrir sig. Ég óska öllum sem eru í minni stöðu að fá svona fagfólk í að skoða fyrir sig, þessir menn mættu á sunnudegi og skýrsluna fékk ég á mánudagskvöldi þar sem það lá á hjá mér. Ítarleg, skýr og afskaplega vönduð. Stórkostleg vinnubrögð í alla staði. Það fylgdu myndir og textar með hverju einasta atriði. 

 

Ég tengist þessu fyrirtæki ekki neitt og hef aldrei séð þessa menn. Fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Hjördís Halla

Ástandsskoðun

Það var afar gott að fá óháða fagmenn til að athuga viðhaldsþörf á okkar sameign. Einnig er gott að vita af því að þeir komi reglulega til okkar og bendi á hvort eitthvað viðhald sé komið á tíma.

Arnar formaður húsfélags

Þjónustuskoðun

Hafa Samband

HAFA SAMBAND

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna út hvað virkar best fyrir þig!

Hvernig skoðun viltu?

Endilega hafðu samband og við munum aðstoða þig við að halda húsinu þínu heilu!

Hafa samband

s: 690 6906 

heilhus@heilhus.is

Kt. 690722-0380

Vsk nr. 146-369

  • Facebook

© 2025 by Replika ehf

bottom of page